Rúm

Svefninn stýrir deginum

Njóttu þess að sofa í betra rúmi

Stillanleg Rúm

Lama rúmin eru vönduð og falleg rúm frá Danmörku. Lama er rótgróin og þekktur framleiðandi í Danmörku og hefur framleitt rúm síðan árið 1939.

Lama Family línan er með tvöföldu fjöðrunarkerfi. Innbyggt í rafstillanlegan rúmbotnin er sjálfstæð fjöðrun. Ofan í því er svæðaskipt „há“pokafjöðrunardýna, fyrir djúpan stuðning þar sem á honum er þörf. Ofan á „há“pokafjöðrunardýnuna er Flex+ lag, fyrir enn betri öndun í gegnum dýnuna sjálfa. Meðfylgjandi öllum Lama Family rúmum er yfirdýna, með val um 50mm Latex, 50mm Visco svamp eða nýju 65mm Ergo+ yfirdýnuna.

 

Heilsudýnur og rúm

Lama hefur síðan 1939 verið þekkt fyrir gæða svefn, Danskt handverk og gæði Det er ikke bare en seng, det er et koncept! sem mætti þýða lauslega; „Þetta er ekki bara rúm, heldur heildarhugmynd“ er hugsjónin sem unnið er frá, rúmið byrjar frá gólfi og upp og því mikilvægt að allir þættir rúmsins spili vel saman.

Gaflar og Skemlar

Wing rúmgaflinn kemur með eða án áfastra nátthilla. Wing kemur í Family/premium línunni frá Lama og því fáanlegur í sömu litum af áklæði, eða blátt, grátt og svart. Hann kemur fyrir í breiddum fyrir stærðirnar 140cm / 160cm / 180cm , hæð 115cm, þykkt 7,5cm. Hægt er að fá Wing rúmgaflinn án nátthillanna/vængsins.

Heilsukoddar

The Mermaid frá Ringsted Dun er mjúkur og þægilegur dúnkoddi, með góðan stuðning fyrir hálsinn. Koddinn er gerður úr tveim lögum, til að fá bæði mýkt og stuðning. Ytra lagið er fyllt með 90% evrópskum gæsadún til að tryggja mýktina. Innra lagið er fyllt með 70% smáfyðri til að tryggja góðan stuðning. 100% bómullarskel og má þvo koddann við 60°. Koddinn er með Oeko-Tek 100 vottun, ásamt Nomite vottun fyrir ofnæmi og asthma, ásamt Downfresh vottun fyrir gæðadún. Dönsk framleiðsla

Stillanleg Rúm

Öll rúmin eru handsmíðuð af reynslumiklu handverksfólki í Verksmiðju Carpe Diem í Svíþjóð. Öll efni og áklæði sem að fara í rúmin eru af hæðsta gæðaflokki, eins og ull, bómull, nátturulegur latex, sænsk fura, o.s.fv Öll framleiðsla er eins umhverfisvæn og mögulegt er, enda hefur Carpe Diem Svansmerkisvottun Norðurlandana og engöngu notuð umhverfisvæn efni í framleiðslu

Vertu með okkur á samfélagsmiðlum
Set your categories menu in Header builder -> Mobile -> Mobile menu element -> Show/Hide -> Choose menu
Shopping cart
Start typing to see posts you are looking for.
Shop
Wishlist
0 items Cart
My account