Lama rúmin eru vönduð og falleg rúm frá Danmörku. Lama er rótgróin og þekktur framleiðandi í Danmörku og hefur framleitt rúm síðan árið 1939.
Lama Family línan er með tvöföldu fjöðrunarkerfi. Innbyggt í rafstillanlegan rúmbotnin er sjálfstæð fjöðrun. Ofan í því er svæðaskipt „há“pokafjöðrunardýna, fyrir djúpan stuðning þar sem á honum er þörf. Ofan á „há“pokafjöðrunardýnuna er Flex+ lag, fyrir enn betri öndun í gegnum dýnuna sjálfa. Meðfylgjandi öllum Lama Family rúmum er yfirdýna, með val um 50mm Latex, 50mm Visco svamp eða nýju 65mm Ergo+ yfirdýnuna.